Vörukarfan lækkar mest í Hagkaup

Kristinn Magnússon

Vörukarfa ASÍ, sem end­ur­spegla á al­menn mat­ar­inn­kaup meðal­heim­il­is, hækkaði í sex af átta mat­vöru­versl­un­um á hálfs árs tíma­bili, eða frá mars lok­um og fram í byrj­un októ­ber á þessu ári að því að fram kemur í tilkynningu ASÍ.

„Verðlags­eft­ir­lit ASÍ mæl­ir breyt­ing­ar á verði vörukörfu sem get­ur end­ur­speglað al­menn inn­kaup meðal­heim­il­is. Vörukarfa ASÍ inni­held­ur all­ar al­menn­ar mat­ar- og drykkjar­vör­ur, t.d. brauðmeti, morgun­korn, pasta, kjöt, fisk, græn­meti, ávexti, pakka­vör­ur, kaffi, gos, og safa,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Af þeim átta búðum sem kannaðar voru voru einungis ein þar sem verðið hafði lækkað og það var í Hagkaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert