Þróaði nýja vörulínu út frá sykursýki

Ljósmynd/Nicks

Saga Nicks hófst árið 2013 þegar stofnandinn, Niclas (Nick) Luthman var greindur með forstig sykursýkis. Í kjölfarið breytti Nick um mataræði og lífsstíl. Nick, sem er menntaður vélaverkfræðingur, las allt sem hann gat fundið um næringu og byrjaði að fylgja ströngu lágkolvetna og bólgueyðandi matarræði sem við þekkjum í dag sem Keto mataræði.

Með breyttu mataræði náði Nick aftur stjórn á blóðsykrinum en það sem hann saknaði mest í nýja mataræðinu var bragðið af því sem hann borðaði áður, ís og súkkulaði. Í kjölfarið fór hann að prófa sig áfram með nýjar uppskriftir að uppáhalds namminu sínu sem hafði ekki áhrif á blóðsykurinn.

Fiktið í eldhúsinu bar árangur og í dag er Nicks með úrval af súkkulaði og ís sem er að fara sigurför um heiminn. Vörurnar þykja mjög vandaðar og úthugsaðar og sem dæmi þá er Nicks ísinn með um 70% færri hitaeiningar samanborið við önnur leiðandi vörumerki.

Nicks súkkulaðið og ísinn er án viðbætts sykurs og glúteins auk þess sem ekki er notast við gervisætu eins og maltitol.

Ljósmynd/Nicks
Ljósmynd/Nicks
Ljósmynd/Nicks
mbl.is