Bjóða alla rétti á 2 fyrir 1 á morgun

AFP

Á morgun, þriðjudaginn 2. nóvember er Dagur hinna dauðu haldinn hátíðlegur í Mexíkó og því ætlar mexíkóski veitingastaðurinn Culiacan að gera slíkt hið sama og blása til veislu og bjóða alla rétti á 2 fyrir 1 tilboði.

„Á þessum degi minnast mexíkóar látinna ástvina með gleði, segja sögur af hinum látnu og búa til mat og drykk til heiðurs hinum láta. Þessi dagur er mikill gleðidagur þar sem lífi hins látna er fagnað. Dagurinn er mikilvægur hluti af mexíkóskri menningu og því ætlum við á Culiacan að fagna honum með því að klæða okkur upp, setja upp altari og verða allir réttir á 2 fyrir 1 tilboði,“ segir Guðbjörg Friðriksdóttir, markaðsstjóri Culiacan í samtali við matarvefinn og ljóst er að það verður mexíkósk veisla á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert