Byltingakennd þróun hjá GreenBytes

Jillian og Renata eru stofnendur GreenBytes.
Jillian og Renata eru stofnendur GreenBytes. mbl.is/Mynd aðsend

Veitingahúsaeigendur hér á landi ættu allir að tileinka sér skýjaþjónustu GreenBytes – spara þannig pening og draga úr matarsóun sem er stórt vandamál hér á landi. En Landvernd áætlar að um 16 tonn af mat endi í ruslinu á hverjum degi á stór Reykjavíkursvæðinu.

Hafið þið heyrt um GreenBytes hér á landi? Teymið á bak við GreenBytes samanstendur af fjórum konum frá fjórum mismunandi löndum - Kanada, Mexikó, Finnlandi og Íslandi.  GreenBytes var stofnað af Jillian sem kemur frá Kanada og er með bakgrunn í jarðeðlisfræði og reiknilíkan. Renata er frá Mexikó, en hún er með bakgrunn í vélaverkfræði og sjálbærni. Eigendur GreenBytes eru ekki einungis með mastersgráðu í orkuvísindum, því þær hafa einnig reynslu af þjónastörfum. Á meðan þær unnu á veitingastöðum áttuðu þær sig betur á því hversu stórt vandamál matarsóun væri og ákváðu að gera eitthvað í málunum.

Hvernig virkar GreenBytes
GreenBytes er skýjaþjónusta sem hjálpar veitingastöðum að spara pening og draga úr matarsóun, með því að ákvarða hversu mikið af hráefni veitingastaðirnir eigi að panta. GreenBytes er vefapp sem brýtur niður matseðla, hefur yfirlit á birgðastöðu og segir til um komandi sölu með sjálfvirku kerfi. Notast er við  gervigreind sem tekur tillit til fyrri sölu, veðurs og COVID-19 tölfræði upplýsinga. Stórsnjallt, ef þið spyrjið okkur.
Matarsóun er slæm fyrir jörðina og er ein af megin ástæðum losunar gróðurhúsalofttegunda og stuðlar að þrisvar sinnum meiri losunar gróðurhúsalofttegunda en allur flugiðnaðurinn til samans. Ísland er í forystu sjálfbærni og viljum við halda því þannig.

Þeir sem vilja kynna sér stefnu GreenBytes nánar geta skoðað síðuna þeirra HÉR.

mbl.is