Lasagna núðlurnar sem eru að trylla TikTok

Ljósmynd/TikTok

Lasagna núðlurnar eru ekkert grín eins og margur gæti haldið heldur sköpunarverk Ramenkóngsins Ivan sem hefur verið að gera það gott á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann er mikið í því að finna upp nýja núðlurétti.

Þetta er í raun ekki flókið. Góð pastasósa (eða léleg), ostur og svo ramen núðlur. Svo er herlegheitunum bara raðað saman eins og sést í myndbandinu og sett inn í ofn. Ekki verri redding en margt annað!

@ramenkingivan

Ramen lasagna huh? BET! Reply to @thel.g.b.ts #recipes #ramen #collegefood #cooking #diy #food #howto

♬ BOO! - Championxiii
mbl.is