Tides Café á The Reykjavík EDITION opnað

The Reykjavík Edition hótelið opnar í nóvember.
The Reykjavík Edition hótelið opnar í nóvember.

Margir hafa beðið spenntir eftir opnun nýjasta krúnudjásn borgarinnar The Reykjavík EDITION hótelsins við höfnina.

Nú loksins sér fyrir endann á þeirri bið en þar má finna glæsilegan veitingastað og svo kaffihús sem vert er að prófa. Við erum að tala um kaffihúsið Tides Café, sem er bæði kaffihús og bakarí en það opnar klukkan sex á morgnanna og því fullkomið fyrir þá sem eru snemma á ferðinni.

Kaffihúsið er staðsett á jarðhæð hótelsins með sér inngangi við hliðina á hótelinnganginum. Þar má finna heimabakað góðgæti og ljúffenga kaffidrykki sem er hægt að njóta á staðnum eða taka með. Jafnframt er hægt að grípa með léttan hádegisverð í sérlegum kæli þar sem jafnframt er gott úrval drykkja. 

Kaffihúsið er opið frá 6:00 til 17:00 en lokað á sunnudögum og mánudögum.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is