Nýr ís frá Emmessís kominn á markað

Ljósmynd/Aðsend

Það er alltaf tilefni til hátíðarhalda þegar nýjar spennandi vörur koma á markað og þar er Emmessís í miklu uppáhaldi enda fátt betra en góður ís – eins og landsmenn vita. 

Það er því mikið gleðiefni að kominn sé í verslanir nýr ís sem kallast Veisluís og verður framvegis til sölu í kringum stórhátíðir á borð við jól og páska. 

Ísinn inniheldur epli, kanil og kökukurl og er því eiginlega eins og dýrindis eplakaka. Ísinn er sagður í senn ferskur og sætur og því afar heppilegur eftir góða máltíð. 

mbl.is