Einfalt og fullkomið kjúklingasalat með burrata

Ljósmynd/Food52

Flókið er það ekki en svo bragðgott að margur hefur brostið í grát við að borða það. Salatið tekur enga stund að gra enda með því að skera kjúklinginn langsum þá tekur bara örskamma stund að elda hann. Burrata osturinn gerir síðan allan mat betri – flóknara er það ekki.

Það er líka gott að skipta mintunni út fyrir klettasalat.

Einfalt og fullkomið kjúklingasalat með burrata

 • 1 box kirsuberjatómatar
 • 4 msk. góð ólífuolía
 • 1 1/2 tsk. gott sjávarsalt
 • 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
 • 2 kjúklingabringur
 • 1/3 bolli mintulauf, gróft söxuð
 • 2 msk. steikingarolía
 • 1 burrata ostur

Aðferð:

 1. Stillið á grillið í ofninum. Setjið tómatana í ofnskúffu með smjörpappír. Hellið ólífuolíu yfir og sáldrið vel af salti yfir.
 2. Setjið inn í ofninn í 15 mínútur eða uns tómatarnir eru orðnir vel mjúkir.
 3. Skerið kjúklingabringurnar í tvo þunna helminga með því að skera þvert í gegnum vöðvann. Með þessu móti verður bitinn miklu þynnri og þarf styttri eldun á pönnu.
 4. Bætið um betur og berjið með kjöthamri. Hafið plastfilmu á milli.
 5. Saltið og piprið og steikið síðan á vel heitri pönnu. Kjúklingurinn ætti að þurfa 1-2 mínútur á hvorri hlið. Alls ekki meira.
 6. Blandið saman mintulaufum, tómötum, ólífuolíu og salti. Blandið vel saman. Skerið kjúklinginn niður og setjið ofan á tómatablönduna. Að síðustu skerið þið burrata ostinn niður. Það ætti að fara hálfur á hvorn disk.

Uppskrift: Food52

mbl.is