Kona með tómatsósu gerði allt vitlaust

Myndir þú borða vatnsblandaða tómatsósu?
Myndir þú borða vatnsblandaða tómatsósu? Mbl.is/TikTok

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar kona nokkur deildi útþynntri tómatsósu á TikTok – sem hún segir vera heilbrigðari kost en ella.

Hún kallar sig @sensationalfoodie á TikTok, og deilir reglulega ýmiskonar myndböndum er snúa að mat. Hér fór hún þó alveg yfir strikið að mati fylgjenda sinna, er hún sýnir hvernig hún sprautar smávegis af venjulegri tómatsósu í litla skál og fyllir hana síðan af vatni. Því næst dýfir hún frönskunum ofan í og borðar með þeirri yfirskrift að hér sé bæði um hollari kost að ræða, sem og sparnaðarráð. Fylgjendur hennar eru þó ekki á sama máli og segja atvikið varða sektum. En hvað segja fylgjendur matarvefsins  mynduð þið borða vatnsblandaða tómatsósu með frönskum kartöflum?

mbl.is