Jólafsson leitar að hátíðlegu hanastéli

Annað árið í röð blæs Ólafsson gin til kokteilakeppninnar Jólafsson. Í fyrra vann mjög óvenjuleg uppskrift eftir Emil Þór Emilsson Brett en hann notaði hvítt súkkulaðisíróp sem dansfélaga ginsins í sínu hátíðlega hanastéli.

Keppnin í ár fer fram í tveimur flokkum. Barþjónar keppa sín á milli og almennt áhugafólk um vandaða drykki í sínum flokki. Fyrirkomulag keppninnar er einfalt: Kokteillinn þarf að vera jólalegur og innihalda Ólafsson gin.

Skilafrestur er til og með 3. desember (með skilaboðum á Instagram og Facebook eða í netfangið social@eylandspirits.is).

Sunnudaginn 5. desember mæta svo þau sem fá þrjú efstu sætin í hvorum flokki í betri stofu Ólafsson á Grandanum og blanda sinn kokteil frammi fyrir dómnefnd sem tekur ákvörðun um sigurvegara.

Dæmt verður út frá heildarupplifun – uppskrift, bragði og ásýnd.

Dómnefndina skipa þekktir sælkerar, þar á meðal eru Þórhildur Kristín Lárentsínusdóttir, margverðlaunaður barþjónn, Valgerður G. Gröndal matarbloggari hjá Gulur rauður grænn og salt og Valgarður Finnbogason hjá Drykk ehf. en hann á að baki langan ferill sem barþjónn.

Í fyrstu verðlaun í báðum flokkum er gisting fyrir tvo á Hótel Borg með morgunverði, 10.000 króna inneignir á veitingastaðina Sumac og Röntgen, þrjár flöskur af Ólafsson gini, kassi af Fentimans Tonic, ullarsokkar og hálsklútur frá Farmers Market og súkkulaði frá Omnom.

Sigurvegari í barþjónadeild fær kokteilinn sinn einnig á kokteilaseðilinn hjá völdum börum og veitingastöðum í Reykjavík út desember.

Einnig verða vegleg verðlaun veitt fyrir 2. og 3. sætið.

Keppnin er aðeins fyrir íslenskan markað og því er aldurstakmark 20 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert