Jóladagskrá á Grandagarði

mbl/Arnþór Birkisson

Faxaflóahafnir ætla að auðga mannlífið á Grandagarði allar helgar í desember fram að jólum. Svæðið hefur verið lýst upp með fallegum jólaljósum ásamt því að boðið verður upp á ýmsar uppákomur. Framkvæmd viðburða verður í höndum Concept Events.

Um þessa helgi, laugardag og sunnudag, verður dagskrá milli klukkan 14 og 17. Jólasveinar verða á ferðinni og jólaálfar verða með sprell. Lúðrasveit leikur jólalög fyrir gesti og gangandi og sönghópurinn Tónafljóð kemur fram.

Hestvagn verður á ferðinni og boðið verður upp á jólasiglingu milli Granda og Hörpu. Þá hefur verið sett upp jólaþorp við veitingastaðinn Barion bryggju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »