Svölustu þrifsvampar síðari ára

Hreint út sagt geggjaðir þrifsvampar!
Hreint út sagt geggjaðir þrifsvampar! mbl.is/Fred & Friends

Það mætti halda að árið 1980 hafi verið að hringja og biðja um kasetturnar sínar aftur! En þessir eldhússvampar eru með þeim svalari sem við höfum séð til þessa.

Það mun enginn kvarta yfir uppvaskinu eða almennum þrifum með þessum retró þrifsvömpum sem líta út eins og gamlar kasettur. Svamparnir eru framleiddir úr þremur lögum, því sterkir og endingagóðir – og það besta er að þeir koma fjórir saman í pakka, sem lítur út eins og kasettutæki. Hversu svalt er það! Við erum í það minnsta til í að skella okkur á pakka eða tvo ef því er að skipta – en svamparnir eru fáanlegir HÉR.

mbl.is/Fred & Friends
mbl.is/Fred & Friends
mbl.is