Flokkunarpokar sem fagurkerar elska

Einkar smart flokkunarpokar frá Eva Solo.
Einkar smart flokkunarpokar frá Eva Solo. Mbl.is/Eva Solo

Það er eitt að flokka rusl, og annað að flokka rusl með stæl! Hér sjáum við allra flottustu flokkunarpokana sem fagurkerar elska.  

Við viljum öll sýna okkar ábyrgð í að flokka rusl, og þar er húsbúnaðarframleiðandinn Eva Solo á sama máli. En fyrirtækið hefur sent frá sér flokkunarpoka sem prýða eldhúsið frekar en annað. Hér sjáum við rúmgóða flokkunarpoka eða töskur sem eru búnar handfangi úr beykiviði og auðvelda alla flokkun á t.d. gleri, pappír, plasti eða dósum. Eins er segull á töskunum sem tryggir áhrifaríka lokun, ásamt merkingum sem gefa augaleið hvað á að fara í hvern og einn poka. Töskurnar standa stöðugar á gólfi og hægt er að brjóta þær auðveldlega saman til að taka minna pláss þegar ekki í notkun. Flokkunarpokarnir eru með nælonfóðri sem gera það að verkum að auðvelt er að þurrka af töskunni og þrífa með rökum klút. Fyrir áhugasama, þá kostar taskan um sjöþúsund krónur og fæst HÉR.

Mbl.is/Eva Solo
Mbl.is/Eva Solo
mbl.is