Snjallasta leiðin til að skera avókadó

Okkar eftirlætis ávöxtur - avókadó.
Okkar eftirlætis ávöxtur - avókadó. mbl.is/

Það verður stundum sóðalegt er við ráðumst í það að skera niður avókadó, en þannig þarf það ekki að vera með þessari aðferð hér.

Það kannast allir avókadóunnendur við það hvernig krumpaði ávöxturinn getur maukast út um allt er við reynum að losa hann undan hýðinu. Og þar kemur TikTok okkur til bjargar sem svo oft áður með þessa stórsnjöllu aðferð til að skera ávöxtinn. Þú byrjar á því að skera avókadóið til helminga langsum. Því næst leggurðu annan helminginn á ofngrind með „sárið“ niður og þrýstir svo ofan á avókadóið sem mun enda á disknum í fullkomlega flottum bitum til að snæða.

mbl.is/TikTok
mbl.is/TikTok
mbl.is