Drottningin setur sína eigin tómatsósu á markað

Elísabet Bretlandsdrottning og tómatsósan góða.
Elísabet Bretlandsdrottning og tómatsósan góða.

Við áttum okkur eiginlega ekki alveg á því hvað er að gerast. Er drottningin að leggja drög að sínu eigin viðskiptaveldi eða er þetta bara gert til skemmtunar?

Elísabet Bretlandsdrottning hefur sett sína eigin tómatsósu á markað en tómatarnir koma allir frá Sandringham höll þar sem hún kýs að halda til.

Drottningin hefur áður sett á markað afurðir ættaðar úr hallargarðinum en þar má nefna ginið hennar góða sem allir sannir royalistar ættu að eiga.

Við bíðum spennt eftir fregnum af frekari vöruþróun enda aldrei á vísan að róa með Bretlandsdrottningu sem heldur þegnum sínum (og aðdáendum) sífellt á tánum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert