Stórtíðindi fyrir íslenska neytendur

Ljósmynd/Brákarey

Eins og landsmenn þekkja tíðkast að slátra á haustin og er það eini tíminn þar sem hægt er að nálgast ferskt lambakjöt. Nú heyrir hins vegar til mikilla tíðinda þar sem Íslenskt lambakjöt í samstarfi við Brákarey hyggjast bjóða upp á ferskt kjöt í febrúar.

Samstarfsverkefnið hefur hlotið nafni Ferskir dagar í febrúar þar sem boðið verður upp á nýtt og ferskt lambakjöt í takmörkuðu magni.

Kjötið er sérvalið beint úr héraði og unnið af alúð í handverksframleiðslunni í Brákarey. Það verður í boði á veitingastöðunum Skál og Tides og til sölu í verslunum Pylsumeistarans og Me&Mu.

Með því að bjóða upp á ferskt íslenskt lambakjöt utan hefðbundins tíma er stuðlað að auknum bragðgæðum kjötsins, sem hefur aldrei frosið. Þannig býðst neytendum fjölbreyttara vöruframboð með ferskvöru beint úr héraði og aukin verðmæti eru sköpuð.

Handverksframleiðslan í Brákarey er lítil í sniðum, rekin af þremur bændum í Borgarfjarðarhéraði. Þessi handverksframleiðsa á smáum skala gerir Íslensku lambakjöti mögulegt að bjóða upp á þessa sérvöldu ferskvöru úr nærumhverfinu á þessum árstíma. Þannig er hægt að tryggja rekjanleika afurðanna, tryggja að virðing fyrir búfé, bændum, landi og náttúru sé í öndvegi í öllu framleiðsluferlinu. 

Ljósmynd/Brákarey
Ljósmynd/Brákarey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert