Svona nota Japanir viskustykki

Japanir raða leirtaui smekklega á viskastykki heima hjá sér.
Japanir raða leirtaui smekklega á viskastykki heima hjá sér. Mbl.is/Georg Jensen Damask

Hefðirnar eru eins margar og löndin í kringum okkur. En það var áhugaverð lesning sem við rákumst á hjá Georg Jensen Damask – þar sem þeir fara létt yfir hvernig Japanir nota viskustykki í eldhúsum.

Hér heima eru viskustykki oftast notuð til að þurrka leirtau eða sem hálfgerð handklæði í eldhúsum, þá oftar í örlítið þykkari útgáfu. En á mörgum japönskum heimilum er plássið takmarkað og því ekki algengt að sjá uppþvottavélar í eldhúsum. Að því sögðu, þá gefur það augaleið að Japanir þvo allt upp í höndunum og leggja því viskustykki á borðið við hlið vasksins þar sem leirtauinu er raðað á til að þorna. Þannig lekur bleytan niður og dregur í sig rakann á meðan uppvaskið stendur yfir.

Japanir nota einnig viskustykki sem skraut á fat eða beint á borðið, og leggja þá hnífapör, diska og bolla, smekklega á viskustykkið. Rétt eins og um fallega uppstillingu væri að ræða, en þá í hagnýtum tilgangi.

Mbl.is/Georg Jensen Damask
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert