Aha.is boðar byltingu í heimsendingum

Þessi dýrindis borgari er frá veitingastaðnum Mossley í Kópavogi.
Þessi dýrindis borgari er frá veitingastaðnum Mossley í Kópavogi. KRISTINN MAGNUSSON

Markaðstorgið Aha.is er eitt öflugasta heimsendingarfyrirtæki landsins og sendir meðal annars heim frá yfir 140 veitingastöðum. Nú hefur fyrirtækið boðað breytingar þar sem ný tegund af heimsendingum verður tekið í gagnið.

„Aha.is leggur áherslu á umhverfisvænar heimsendingar enda er kolefnissporið ein stærsta umhverfisáskorun slíkrar starfsemi. Drónasendingar Aha.is voru valdar framtak ársins 2021 af Samtökum atvinnulífsins en aha notar auka þess 100% rafmagnsbíla og hlaupahjól við sendingarnar. Nýjasta viðbót flotans eru 5 gæðingar en stefnt er að því að fjölga í stóðinu þegar líður að sumri. Innan fyrirtækisins er unnið samkvæmt heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum starfsháttum á öllum sviðum rekstrarins,“ segir Helgi Már Þórðarson, sem er einn eigenda fyrirtækisins.

„Eftir erfiðan vetur með lokunum og illa mokuðum götum var ljóst að við þurftum að leita nýrra leiða til að létta undir með bílaflotanum og koma sendingum heim til viðskiptavina á umhverfisvænan hátt. Ákveðið var að velja öruggan og þægilegan ferðamáta sem hefur reynst Íslendingum vel öldum saman,” segir Helgi og segir mikið í húfi fyrir umhverfið.

„Hér er til mikils að vinna og hægt að draga enn meira úr umhverfisáhrifum starfseminnar og ekki síst verið að leita að óhefðbundnum lausnum í umhverfismálum og hugsa út fyrir kassann.”

Aha leitar nú að vönum knöpum í sumarstarf og er hægt að sækja um með því að smella hér.

Hér má sjá einn af gæðingum Aha.is.
Hér má sjá einn af gæðingum Aha.is.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert