Lambalærið sem toppar páskana

Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Hér gefur að líta uppskrift þar sem lambalærið er kryddað á heldur óhefðbundin hátt og útkoman er algjör veisla fyrir bragðlalukana. Meðlætið er heldur ekki af verri gerðinni en hér er það einfaldleikinn sem ræður og úkoman er ótrúlega skemmtileg og spennandi. 

Lambalæri með broddkúmen og chili

Lambalæri

 •  1,5 kg. lambalæri á beini
 •   ½ dl. olía
 •   1 tsk. broddkúmen (e. cummin)
 •   1 tsk. paprikuduft
 •  2 hvítlauksrif, maukuð í hvítlaukspressu
 •  2 appelsínur, rífið börkinn af og skerið síðan í fernt
 •  2 tsk. salt
 •  1 ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
 •  2 msk. fersk basilíka, grófsöxuð

Bakað grasker, maís og paprika

 •  1 grasker, skrælt og korið í grófa báta,
 •  2 rauð chili
 •  1 rauð paprika, skorin til helminga
 •   2 maísstönglar, skornir í fjóra bita
 •  2 msk. smjör
 •  Salt og nýmulinn pipar

Leiðbeiningar

Lambalæri, grænmeti og sósa

Ofureinföld uppskrift þar sem allt er eldað í sama bakkanum eða ofnpotti.

Hitið ofn í 200°C. Blandið olíu, broddkúmeni, paprikudufti, rifnum berki af appelsínum, salti og pipar í skál og penslið vel yfir allt lærið.

Látið lærið og restina af hráefninu í steikarpott eða á ofnbakka og eldið allt saman í 15 mínútur, takið lærið út og ausið soðinu vel yfir. Lækkið hitann í 120°C og eldið áfram í 1-1½ klst. Ausið soðinu annað slagið yfir kjötið. Takið út og látið jafna sig í u.þ.b. 15 mínútur, setjið álpappír yfir á meðan. Sáldrið saxaðri basilíku yfir áður en lærið er borið fram.

Berið fram með soðsósunni úr ofnskúffunni, bragðbætið og þykkið eftir þörfum.

Meðlæti

Allt grænmetið er skorið gróft kryddað og sett með lærinu í eldun.

mbl.is