Mistökin sem fólk gerir í þvottahúsinu

Þetta þvottahús er með útgengt út úr garð.
Þetta þvottahús er með útgengt út úr garð.

Þetta er í senn afskaplega snjallt húsráð sem mætti jafnframt flokka sem skipulagsráð en af þeim fáum við aldrei nóg. 

Öll höfum við séð sérfræðinga predika um ágæti þess að vera með þvottavélabúnaðinn á palli þannig að hurðin sé í ákjósanlegri vinnuhæð. Slíkt er gott og blessað en það eru ansi margir sem eru að nýta sér þetta en eru í fremur smáum þvottahúsum þannig að þetta snjalla ráð gerir í raun meira ógagn en nokkurn tímann gagn. 

Þannig er nefnilega mál með vexti að það dýrmætasta sem þú færð í þvottahúsi, sama hversu lítil þau eru, er gott vinnupláss og auðveldasta leiðin til að fá þetta vinnupláss er að búa það til ofan á þvottavél og þurrkaranum. 

  • Því skaltu forðast að hafa einhverja hækkun undir þeim nema þú sért þeim mun verri í bakinu eða sért með 12 fermetra þvottahús með nægu plássi. 
  • Ekki hafa þurrkarann ofan á þvottavélinni nema eldhúsið sé þeim mun minna og þú hafir bókstaflega ekki kost á öðru. 
Hér er ekki mikið rými en borðplássið er hámarkað með …
Hér er ekki mikið rými en borðplássið er hámarkað með þessum hætti.
Hér er skipulagið upp á tíu!
Hér er skipulagið upp á tíu!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert