Vinsælustu skipulagsbox heims komin til landsins

Uppáhaldsþáttur skipulagsfíkla og tiltektarsérfræðinga er án efa Let’s get organized - The Home Edit á Netflix en þar er farið heim til þekktra einstaklinga og ákveðin rými endurskipulögð.

Útkoman framkallar iðullega gæsahúð hjá áhorfandanum sem dreymir um sambærilegt skipulag. Og nú berast þær gleðifregnir að skipulagsboxin sem þær stöllur nota í þáttunum séu fáanleg hér á landi.

Um er að ræða glær staflanleg box sem notuð eru í öllum rýmum hússins en þó ekki síst í ísskápunum enda er gott skipulag grunnurinn að vel heppnuðum ísskáp.

Boxin fást í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ.

mbl.is