Alls ekki henda eggjaskurninni!

mbl.is/moyerschicks.com

Eggjaskurnin er miklu merkilegri en þig grunar. Reyndar svo mjög að þessi frétt er skyldulesning og við leggjum jafnframt til að þið deilið henni sem víðast.

Af hverju? Því hún afhjúpar eitt snjallasta húsráð sem við höfum heyrt af og á tímum matarsóunar og almennrar vitundarvakningar um umhverfið, heilsuna og mikilvægi hollustu er þetta verðmætt innlegg í umræðuna.

Vissir þú að eggjaskurn er gríðarlega rík af kalki? Í stað þess að henda skurninni er mælt með að þú nýtir hana fremur og búir til þitt eigið kalkduft sem þú getur neytt og um leið sparað þér stórfé.

Það sem þú gerir er einfalt. Þú byrjar á að skola skurnina en passar þig á því að himnurnar sem eru á henni skolist ekki af.

Því næst skaltu sjóða skurnina til að drepa allar bakteríur. Passaðu vel upp á að skurnin sé undir yfirborði vatnsins. Sjóddu í 10 mínútur eða svo.

Því næst skaltu setja skurnina á ofnplötu og baka við 200 gráður í 15 mínútur. Skurnin ætti að vera orðin vel stökk.

Síðan setur þú skurnina í blandara og blandar þar til úr verður fínt duft.

Síðan sáldrar þú duftinu yfir matinn, hvort heldur sem er súpur, sósur, skyr, jógúrt, drykkir eða hvað sem þér dettur í hug.

Hálf teskeið inniheldur um 400 mg af kalki. Við mælum jafnframt með að þið veljið vistvæn lausagönguegg frá hænum sem hafa verið fóðraðar með góðu fóðri.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert