Bestu ráðin til að taka góðar myndir af mat

Fullkomin myndataka af mat!
Fullkomin myndataka af mat! mbl.is/Foodandwine

Það hafa allir fundið sig í þeim aðstæðum að taka myndir af máltíðinni sinni og birta á samfélagsmiðlum. Og sumir vilja meina að það auki matarlystina og bæti upplifunina á matnum við vikið - en sitt sýnist hverjum. Ljósmyndarar hafa tvítað um málið og hafa nokkur góð ráð að segja hvað varðar myndatöku á mat. 

Fagmenn þarna úti segja að til að fanga hina fullkomnu mynd af mat, eigi að ýkja alla skugga og gera í því að hafa nógu mikið af mylsnum í kring. Og þeir sem vinna með myndavélar í hönd, vita að linsan skiptir öllu máli og þeir sem taka myndir á símann sinn geta unnið með filtera á samfélagsmiðlunum til að skapa stemninguna. Og ekki er verra ef smellt er í myndband þar sem tónlistin undir spilar stóran sess. 

mbl.is