Eitt vinsælasta eldhúsáhaldið í nýjum litum

Microplane rifjárnin þykja almennt séð þau vönduðustu í veitingabransanum enda vandfundinn sá matreiðslumaður sem ekki lumar á nokkrum slíkum í verkfærakistunni. Nú berast þau gleðitíðindi að þeirra vinsælasta rifjárn sé að koma í fleiri litum. Um er að ræða eina þá fallegustu litapallettu sem sést hefur lengi og má fastlega búast við því að fagurkerar og annað smekkfólk muni slást um eintak. 

Alls eru litirnir 11 talsins og eru þeir allir komnir til landsins. Rifjárnið sem um ræðir hentar einstaklega vel fyrir hvítlauk, engifer, súkkulaði, sítrusbörk, kanilstangir, múskat og fleira. Rifjárnið er laserskorið úr ryðfríu stáli og er flugbeitt sem tryggir að hráefnið er rifið af nákvæmni án þess að rifna eða kremjast og engin þörf er á að beita afli.

Handfangið er hannað með vinnuhagræði í huga, það er mjúkt viðkomu og verður ekki sleipt. Neðst á þjölinni eru svo litlir plastfætur svo þjölin rennur ekki til sé henni tyllt niður.

Microplane rifjárnin fást í Kokku og kostar 3.890 krónur.

mbl.is