Emile Henry komin í nýjum litum

Appelsínugulur er nýr litur í eldföstu mótunum frá Emile Henry.
Appelsínugulur er nýr litur í eldföstu mótunum frá Emile Henry. mbl.is/Emile Henry

Þegar við vitnum í endingargóðar vörur, þá eru eldföstu mótin frá Emile Henry þar á meðal – og nú fáanleg í tveimur nýjum litum.

Við höfum áður sagt ykkur söguna um Emile Henry, sem framleiðir stórkostlegar keramík vörur í eldhúsið og það í upplífgandi litum. Nú hafa tveir nýjir litir bæst í safnið eða appelsínugulur og sæblár, hvoru tveggja fallegir fyrir augað. En eldföstu mótin þeirra eru sterk og endingargóð - búin til úr „High Resistance“© keramík. Keramíkin heldur hitanum vel og haldast formin þar af leiðandi heit á meðan á máltíð stendur. Keramíkin er glerjuð svo formin draga ekki í sig raka og eru því mjög auðveld að þrífa og þola jafnframt uppþvottavél sem er alltaf stór plús í kladdann þegar við endum með að ganga frá eftir matinn. Vörurnar frá Emily Henry fást í sælkerabúðinni Kokku.

mbl.is/Emile Henry
mbl.is/Emile Henry
mbl.is