Eyþór hannaði steikarborgara ársins

Eyþór Rúnarsson.
Eyþór Rúnarsson.

Þau tíðindi berast úr herbúðum Fabrikkunnar að eftir áralanga bið sé loksins búið að hanna hinn fullkomna steikarborgara og steikarsalat.

Að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, talsmann Gleðipinna hefur verið kallað eftir góðum steikarborgara og steikarsalati í gegnum árin. Nú hafi kallinu loksins verið svarað og það með látum.

„Það var okkar ástkæri Eyþór Rúnarsson, meistarakokkur og vöruþróunarstjóri Fabrikkunnar, sem hannaði þessa rétti og hann var ekkert að grínast. Steikarsalatið inniheldur lungamjúka nautasteik í þunnum sneiðum, sesam mæjó, wasabi hnetur, stökkt grænkál, grillaðan baby maís, papriku, aspars, vorlauk og kóríander! Steikarborgarinn er svo tvíburabróðir salatsins en borinn fram í dúnmjúku kartöflubrauði með franskar til hliðar,“ segir Jóhannes og sendir í leiðinni kveðjur til bragðlauka landsmanna.

mbl.is
Loka