Ertu að nota vitlausan kodda?

Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Flest höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig kodda við viljum nota en það er ein þumalputtaregla sem nauðsynlegt er að hafa í huga.

Þannig skiptir þykkt koddans máli og hversu vandaður hann er. Koddinn á að veita stuðning fyrir háls og höfuð og tryggja rétta stellingu þegar við sofum. Koddar eru mis þykkir og það er ástæða fyrir því.

Ef þú sefur á bakinu áttu alla jafna að velja þér þunnan kodda eða rislágan.

Ef þú sefur á bakinu eða á hliðinni til skiptis skaltu velja þér miðlungs háan kodda.

Ef þú sefur á hliðinni skaltu velja þér háan kodda þar sem slíkur koddi veitir bestan stuðning fyrir hálsinn í þeirri stellingu.

Flóknara er það nú ekki.

mbl.is