Töfratrixið sem fæstir kunna

Ljósmynd/Colourbox

Smekklegt er að nota viðaráhöld við matargerð, því slík áhöld setja vissulega aðra stemningu í matreiðsluna. En flest okkar vita að litur frá sósunni eða öðrum matvælum á það til að festast í sleifinni – og hvað er þá til ráða?

Viðarskeiðar og sleifar láta fljótt á að sjá þegar við sýslum með þær í pottunum því þær draga í sig allan lit. Þá missa þær sjarmann, ef við getum sagt sem svo – en það er í raun mjög einfalt mál að færa þær í samt horf með afar einföldu trixi.

Svona fjarlægir þú matarlit úr viðaráhöldum

  • Settu sleifarnar þínar í pott með vatni.
  • Stráðu dassi af matarsóda yfir og láttu sjóða í 10 mínútur.
  • Slökktu þá undir og láttu standa í pottinum í tvo tíma.
  • Þurrkaðu sleifarnar, berðu á þær góða olíu og sleifarnar verða sem nýjar.
Viðaráhöld eru falleg en geta látið fljótt á sjá.
Viðaráhöld eru falleg en geta látið fljótt á sjá. mbl.is/bhg.com.au
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert