Nýr Toppur kominn á markað

Ef það er eitthvað sem við elskum þá er það ís og Topparnir frá Emmessís.

Sá fyrsti kom á markað 1968 en það er hinn sívinsæli hnetutoppur sem hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá neytendum. Síðan þá hefur fjölskyldan stækkað og inniheldur Bananatopp, Nammitopp, Daimtopp og nú Skuggatopp.

Skuggatoppurinn er sagður fullkomin blanda af sætu og söltu sem leikur um bragðlaukana í kombói sem er Íslendingum svo kært. Silkimjúkur súkkulaðirjómaís með súkkulaðibitum og lakkrísdýfu með söltu lakkrískurli.

Skuggatoppurinn ætti að vera kominn í flestar verslanir þannig að nú er lítið annað gera en að smakka.

mbl.is