Subbulega djúsí samloka sem þú vilt borða um helgar

Fullkomið brauð í helgarbrönsinn.
Fullkomið brauð í helgarbrönsinn. mbl.is/Jamie Oliver

Hvernig hljómar ’french toast’ með súkkulaði og bönunum? Hér er uppskrift sem þú vilt dekra við sjálfan þig með eða fjölskylduna um helgar.

Samlokan sem þú vilt borða um helgar

 • 2 bananar
 • 2 stór egg
 • ½ tsk. vanillusykur
 • 1 klípa af kanil
 • 2 brauðsneiðar
 • 25 g heslihnetur
 • Ósaltað smjör eða ólífuolía
 • 40 g dökkt súkkulaði
 • 2 tsk. flórsykur
 • 2 matskeiðar grísk jógúrt til að bera fram

Aðferð:

 1. Skerið banann í tvennt eftir endilöngu.
 2. Leggið brauðsneiðarnar í eggjablöndu í nokkrar mínútur og látið liggja á báðum hliðum.
 3. Ristið heslinetur á þurri pönnu þar til gylltar. Myljið þær síðan fínar í mortéli.
 4. Hitið pönnu með smjörklípu eða ólífuolíu og leggið brauðsneið þar á. Brjótið súkkulaði yfir brauðið og leggið því næst hina brauðsneiðina ofan á.
 5. Setjið bananasneiðarnar á pönnuna og látið bakast í 2 mínútur þar til gylltir á lit. Notið spaða til að snúa brauðinu og bönununum varlega við og látið malla í aðrar 2 mínútur.
 6. Stráið flórsykri yfir brauðið og snúið við í nokkrar sekúndur til að brauðið verði karamelluserað.
 7. Settu samlokuna á disk og skerðu til helminga. Toppið með bönunum, grísku jógúrti og stráið muldum heslihnetum yfir.

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is