Eftirréttakakan sem slær í gegn

Ljósmynd/Linda Ben

„Hér höfum við alveg dásamlega góða mokka grískt jógúrtköku, sem svipar til, eins og margir myndu eflaust giska á, skyrköku. Hún er silkimjúk með stökkum súkkulaðikexbotni, súkkulaðikremið ofan á gerir hana algjörlega ómótstæðilega,“ segir Linda Ben um þessa dásamlegu köku úr hennar smiðju.

Mokka grísk jógúrtkaka

Botn

  • 200 g hafrakex
  • 1 msk. kakó
  • 70 g smjör

Grísk jógúrtkaka

  • 200 g rjómi
  • 400 g kaffi og súkkulaði grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 2 msk. sterkt kaffi
  • 150 g flórsykur
  • 5 matarlímsblöð

Súkkulaðikrem

  • 200 g suðusúkkulaði með karamellu og salti
  • 70 g smjör
  • 70 g síróp
  • Jarðaber (skraut)

Aðferð:

  • Bræðið smjörið og myljið kexið í matvinnsluvél. Blandið smjörinu og kakóinu saman við kexið.
  • Smyrjið 20 cm smelluforms hring (ekki botninn) og klæðið með smjörpappír. Setjið smelluformshringinn í miðjuna á kökudisk og þrýstið kexblöndunni ofan á diskinn, setjið í frystinn á meðan kakan er græjuð.
  • Þeytið rjómann og blandið kaffi og súkkulaði grísku jógúrti frá Örnu Mjólkurvörum saman við ásamt flórsykri og kaffinu.
  • Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn þar til þau eru orðin mjúk (sækjið botninn í frystinn á meðan). Setjið þau þá í lítinn pott og bræðið þau við vægan hita. Hellið líminu út í skyr deigið og blandið strax saman við. Hellið yfir kexbotninn og sléttið úr deiginu. Setjið inn í fyrsti í u.þ.b. 3-4 klst eða lengur.
  • Bræðið saman smjör og síróp í potti, slökkvið á hitanum undir pottinum og setjið súkkulaðið út í, bræðið súkkulaðið í pottinum. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir kökuna með smelluformshringnum á. Leyfið súkkulaðinu að stirðna aðeins áður en þið takið hringinn af, en ekki setja aftur í frystinn, þetta tekur u.þ.b. 5-10 mín að verða smá stíft.
  • Takið smelluformshringinn varlega í burtu og smjörpappírinn.
  • Skreytið kökuna með berjum og jafnvel blómum ef þið viljið (muna að taka óæt blóm af kökunni áður en hún er borðuð.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert