Fékk mynd af sér á bjórdós

Tennisstjarnan Serena Williams fékk bjór sér til heiðurs eftir langan …
Tennisstjarnan Serena Williams fékk bjór sér til heiðurs eftir langan og góðan feril. mbl.is/Michelob Ultra

Serena Williams er margfaldur meistari í tennis, en hún lék sinn síðasta einliðaleik nú á dögunum og fékk mynd af sér framan á bjórdósir í tilefni þess. 

Eftir sinn síðasta leik á US-Open meistaramótinu, tilkynnti bjórframleiðandinn Michelob Ultra frá því að þeir myndu senda frá sér 100 pakka af bjórdósum Serenu til heiðurs, en hver pakki inniheldur 24 dósir. Hver dós er til að minnast hvers stórmeistaratitils á tennisferlinum. Serena Williams er hvorki meira né minna en sjöfaldur meistari í Open ástralska mótinu, sjöfaldur Wimbledon sigurvegari, sexfaldur meistari á US-Open og hefur státað fyrsta sæti þrisvar á franska meistaramótinu og geri aðrir betur. 

mbl.is/Michelob Ultra
mbl.is