Uppáhalds veitingastaður Jennifer Lopez á Ítalíu

Þokkagyðjan Jennifer Lopez elskar pítsu.
Þokkagyðjan Jennifer Lopez elskar pítsu. mbl.is/Instagram_Jennifer Lopez

Söng- og þokkagyðjan Jennifer Lopez kann gott að meta - en hún fékk sér strangheiðarlega pítsu á ítölskum veitingastað.

Eftir rómantíska daga í borg ástarinnar, París, með eiginmanni sínum Ben Affleck - þá flugu turtuldúfurnar til Capri á Ítalíu. En sá merki bær er afar vinsæll meðal Íslendinga þessi dægrin, enda afskaplega fallegt og notalegt þar um að vera. Hér fékk Jennifer sér hjartalaga pítsu á veitingastaðnum Villa Verde sem tók vel á móti nýgifta parinu. Þjónarnir gátu heldur ekki setið á sér og sungu fyrir Jennifer og Ben, og deildu myndbandi á Instagram síðunni sinni undir yfirskriftinni 'That's amore'. 

Jennifer Lopez með hjartalaga pítsu á Capri.
Jennifer Lopez með hjartalaga pítsu á Capri. mbl.is/Villa Verde_Instagram
mbl.is