Barnaboxin nú einnig fyrir fullorðna

Barnabox McDonald's taka breytingum.
Barnabox McDonald's taka breytingum. mbl.is/Getty

Eitt það vinsælasta á matseðli skyndibitarisans McDonald's, svokölluð barnabox, taka nú vaxtarkipp og verða fáanleg fyrir fullorðna. 

Það ríkir alltaf spenna hjá krökkum að sjá hvaða leikfang leynist í barnaboxinu, og samkvæmt nýjustu fréttum verða boxin nú fáanleg fyrir eldri kynslóðina en þó einungis í Bandaríkjunum til að byrja með.

Boxin munu innihalda ýmist Big Mac eða 10 stykki kjúklinganagga, eins franskar kartöflur, gos og leikfang frá Cactus Plant Flea Market – sem færir okkur fjóra mismunandi karaktera og kveikja í nostalgíutaugunum. 

Vis dette opslag på Instagram

Et opslag delt af McDonald’s (@mcdonalds)

mbl.is