Litrík glerhönnun vekur athygli

Einstaklega fallegar glervörur frá Anna von Lipa.
Einstaklega fallegar glervörur frá Anna von Lipa. mbl.is/Anna von Lipa

Anna von Lipa er einstaklega litríkt og spennandi vörumerki sem gleður augað. Hér um ræðir fallegar glervörur sem hannaðar eru í Skandinavíu og framleiddar í Tékklandi úr handblásnu eðalgleri. 

Hún heitir Jytte Correll og er stofnandi og aðalhönnuður Anna von Lipa. Eftir útskrift frá University College Campus Herning árið 1988 hefur hún hannað ótal vörur þar sem litir, form og persónuleiki eru hennar aðalsmerki á teikniborðinu og hafa skapað sér sess hjá fagurkerum um allan heim. Litrík glös og skálar í mjúkum litum og munstrum sem minna mann einna helst á girnilegan nammibar er við lítum yfir úrvalið - og engar vörur eru eins. Þeir sem vilja kynna sér vörurnar betur geta skoðað nánar HÉR

mbl.is/Anna von Lipa
mbl.is/Anna von Lipa
mbl.is