Rukka sérstakt gjald fyrir óþekk börn

Ljósmynd/Colourbox

Veitingastaður nokkur í Singapore hefur tekið upp á því að rukka sérstakt gjald fyrir óþekk börn. Í skilaboðum sem staðurinn sendi foreldrum fremur óstýrláts barns stóð að ekki væri hægt að bjóða upp á sérstakan barnastól þar sem staðurinn væri almennt ekki ætlaður börnum. Auk þess væri rukkað sérstakt gjald fyrir hávaðamengandi börn.

Til að gera langa sögu stutta fóru skilaboðin á flug og æfir foreldrar um heim allan hafa keppst við að níða staðinn fyrir að gera upp á milli fólks. Aðrir hafa komið staðnum til varnar og bent á að rétt eins og hótel megi bjóða upp á barnlaus rými þá hljóti veitingastaður að mega það líka.

Sitt sýnist svo hverjum en hvort hér sé um meiriháttar mismunun að ræða skal ósagt látið...

mbl.is