Nýr kjúklingur frá Ali kominn á markað

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Kjúklingur er í uppáhaldi hjá ansi mörgum og einstaklega vinsæll hversdagsmatur hér á landi – enda er hann algjörlega frábær.

Ali kynnti á dögununum nýjan kjúkling sem er heill og marineraður. Það eina sem þarf því að gera er að skella honum í ofninn og elda samkvæmt leiðbeiningum. Útkoman ætti að vera einstaklega safaríkur og bragðmikill kjúklingur sem auðveldar okkur lífið til muna.

Ekki er flókið að elda heilan kjúkling en almennt er miðað við að í ofni sé hann eldaður í 55-75 mínútur á 180 gráðum. Á grillinu er talað um sama tíma en í Airfryer eru það 55-70 mínútur á 180 gráðum.

Sumsé – nokkuð svipað en áhugavert að prófa mismunandi eldunaraðferðir og prófa munin.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert