Verði ykkur að góðu með þessa diska

Litrík matarstell eru að sækja í sig veðrið.
Litrík matarstell eru að sækja í sig veðrið. mbl.is/FindersKeepers

Það lítur út fyrir að við séum að sjá meira og meira af marglitum diskum á borðum. En litrík matarstell hafa sótt hratt í sig veðrið og það ekki að ástæðulausu - það er óvenju smart og skemmtilegt að hafa liti í kringum sig. 

FindersKeepers eru á meðal þeirra sem hafa bætt marglitum diskum á borðið og kallast vörulínan 'Tricolore'. Diskarnir eru 27 cm í þvermál og koma í gulu, bleiku, rauðu, beige og grænu - eða allt litir sem blandast saman á víxl og mynda þannig góða stemningu þegar maturinn er borinn á borð. Diskarnir eru glerjaðir í höndum sem gerir það að verkum að hver og einn diskur verður sérstakur út af fyrir sig þar sem glerjungurinn getur verið misjafn. Diskarnir þola bæði að fara í örbylgjuofn sem og uppþvottavél - og það kunnum við vel að meta. Fyrir áhugasama, þá má finna leirtauið HÉR

mbl.is/FindersKeepers
mbl.is/FindersKeepers
mbl.is/FindersKeepers
mbl.is/FindersKeepers
mbl.is/FindersKeepers
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert