Dýrasti hamborgari Íslandssögunnar kynntur til leiks

Hér er á ferðinni mögulega einn sá magnaðasti hamborgari sem sést hefur en hann er hugarfóstur snillinganna á hamborgarastaðnum 2Guys. Um er að ræða góðgerðarborgara en allur ágóði rennur til góðgerðarmálefnis sem kaupandi velur.

Að sögn Hjalta Vignis snýst þetta um að gera eitthvað nýtt og spennandi en fjölmargir hafa sett sig í samband við hann og sýnt borgaranum áhuga - þá ekki síst fyrirtæki.

Borgarinn ber hið virðulega (og viðeigandi) nafn JayZ og samanstendur af Wagyu A5 og rib-eye kjöti, djúpsteiktum kóngakrabba, hráskinku, handgerðum íslenskum cheddar osti, grænmeti og sósu. Brauðið er með kampavínsbragði og húðað með 24 karata gulli og sérbakað af Hendy hjá Reyni bakara. Borgarinn er svo smurður með viskí gljaá úr taðreyktu íslensku Flóka viskíi og svo fylgir Bollinger kampavínsflaska með.

Panta þarf borgarann með tveggja daga fyrirvara og kostar 59.900 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert