Svalasta Airfryer-trix síðari ára

Airfryer loftsteikingapottar hafa svo sannarlega slegið í gegn hér á …
Airfryer loftsteikingapottar hafa svo sannarlega slegið í gegn hér á landi.

Það hefur liðið þónokkur tími síðan við nefndum Airfryer á nafn - en hér er gjörsamlega snilldar aðferð sem hefur ekki sést áður og hægt er að gera með loftsteikingartækinu. 

Það var TikTtok-ari að nafni Cami sem benti fylgjendum á þessa sniðugu aðferð við að þurrka ávexti út í kokteilinn sinn. Ef að græjan þín er búin þeim gæðum að vera með 'dehydration' stillingu, þá ertu í góðum málum. Því eins og Cami gerir í meðfylgjandi myndbandi, þá sker hún sítrónu niður í sneiðar og setur í tækið. Því næst lætur hún Airfryerinn vinna í nokkra tíma til að þurrka sítrusinn. Að lokum smellir hún sneið út í kokteilinn sinn og geymir restina í lokaðri krukku - tilbúið fyrir næstu drykki. Og að sjálfsögðu má gera slíkt hið sama með appelsínu og lime ef því er að skipta. Sumir myndu jafnvel meina að hér væri komið hið fullkomna pakkaskraut fyrir jólin, á meðan aðrir láta kokteilana duga. 

mbl.is