Svona þrífur þú fúguna á flísunum

mbl.is/Colourbox

Eru hvítu fúgurnar inni á bað- eða svefnherbergjum farnar að láta á sjá? Við tökum kannski ekki eftir því dagsdaglega þegar við búum við skítinn, en hann er þarna. Það er ekki fyrr en við höfum strokið yfir með tuskunni þegar við sjáum muninn.

En áður en hafist er handa við þrif er best að skoða hverslags óhreinindi við erum að díla við. Og þá kíkjum við nánar á litinn á óhreinindunum sem liggja á fúgunum.

Þekktu óhreinindin á litnum!

  • Er fúgan með með hvíta bletti? Þá erum við að öllum líkindum að díla við kalkbletti.
  • Ef fúgan er aftur á móti með rauðbrúna bletti hefur járn sest á fúguna.
  • Svartar eða bláleitar fúgur eru líklegast „sýktar“ af þörungum eða örverum.
  • Svartir blettir á fúgunum eru án efa myglusveppur.

Hvernig á að þrífa óhreinindin burt?
Ef þú ert að glíma við eitthvað af ofantöldu að frátöldum myglusveppinum skaltu byrja á því að þrífa fúgurnar með svampi eða naglabursta og þá með alhliða hreingerningarefni eða uppþvottalegi. Og þegar þú hefur losnað við óhreinindin skaltu grípa í edikið. Blandaðu ediki við vatn (1:4) og þrífðu fúgurnar með blöndunni – þurrkaðu yfir að lokum með hreinum klút.

Ef þú ert aftur á móti með myglusvepp á fúgunum skaltu næla þér í þar til gerð hreinsiefni fyrir sveppinn, t.d. Rodalon eða ProtoxHysan.

Þegar þú hefur þrifið fúguna vel og ert sátt/ur við útkomuna, þá viltu eflaust að hún haldist lengur svona hrein og fín. Þá getur þú strokið yfir fúguna með grunni og því næst lakkað yfir með þunnu lagi af lakki. En athugið að þetta gildir eingöngu fyrir fúgur sem eru ekki í votrýmum.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert