Pastagerðin opnar í Kúmen

Pastagerðin er nú að finna á þremur stöðum í borginni.
Pastagerðin er nú að finna á þremur stöðum í borginni.

Pastagerðin er mörgum kunn og hefur stimplað sig fast inn í matarhjörtu þeirra sem hafa smakkað. Staðurinn er tveggja ára og opnaði nýverið sinn þriðja stað í nýju mathöllinni Kúmen í Kringlunni. 

Við náðum tali af Björgvini Vilhjálmsyni eiganda staðarins sem segir að Pastagerðin hafi náð að festa sig vel í sessi á skyndibitamarkaðnum hér á landi síðustu ár, og viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. Hann segist jafnframt vera þakklátur öllum þeim sem hafa lagt leið sína í Pastagerðina síðustu ár og vonar að fólk haldi áfram tryggð við pastað. 

Fyrsti staður Pastagerðarinnar var opnaður í Granda Mathöll árið 2020 og ári síðar annar í Höfða Mathöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert