Páll Óskar opnar veitingastað

Páll Óskar og Valgeir Gunnlaugsson.
Páll Óskar og Valgeir Gunnlaugsson. Ljósmynd/Aðsend

Popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson er orðinn einn af meðeigendum veitingastaðarins Indican, en nýr staður verður opnaður í mathöllinni Borg29 í Borgartúni á föstudag. 

Valgeir Gunnlaugsson, betur þekktur sem Valli Flatbaka, vinur Palla, er einn eigenda Indican.

Fram kemur í tilkynningu að þegar Indican opnaði nýjan stað í Vesturbænum hafi Páll Óskar mætt, tekið upp myndband af sér að borða matinn þar sem hann sagði: „Ertu ekki að grínast í mér, þetta er galið gott”.

Myndbandið endaði á samfélagsmiðlum með góðfúslegu leyfi Palla. Þar sló það í gegn og er komið með 60.000 áhorf á samfélagsmiðlinum TikTok. Hljóðbrot með setningu Palla dreifðist einnig eins og eldur um sinu og endaði í lokalagi Áramótaskaupsins.

Páll Óskar í stuði fyrir utan Borg29.
Páll Óskar í stuði fyrir utan Borg29. Ljósmynd/Aðsend

„Hann er síðan eitt hádegið að borða á Indican í Vesturbænum og heldur áfram að dásama matinn. Ég segi við hann í léttu djóki fyrst honum finnst þetta svona gott ætti hann bara að vera meðeigandi með okkur. Hann horfði á mig og sagði: „Veistu hvað Valli þetta er ekkert svo galin hugmynd”. Næsta sem ég veit þá er Palli farinn frá því að vera „fan” yfir í að vera meðeigandi minn,“ segir Valgeir í tilkynningunni.

Páll Óskar ætlar hann að standa fyrstu vaktina í hádeginu í Borg29 á föstudaginn frá 11:30 til 13:30.

Valgeir vill samt meina að Palli fái engan afslátt enda verður hann bara á klukkunni.

„Engin selfies með viðskiptavinum fyrr en eftir vakt.“

@indicanwest Betra en kynlíf samkvæmt popp kónginum! 😏 15% afsláttur af pöntunum á Indican.is með kóðanum “tiktok” #islensktiktok ♬ original sound - indicanwest
mbl.is