Hægt að fá sérhönnuð húsgögn

Carl Hansen & Søn eru þekktir í húsgagnabransanum.
Carl Hansen & Søn eru þekktir í húsgagnabransanum. mbl.is/Carl Hansen & Søn

Carl Hansen & Søn er einn þekktasti húsgagnaframleiðandi Danmerkur og þó víðar væri leitar. Fyrirtækið býður nú upp á sérhönnuð húsgögn fyrir hótel, veitingastaði og skrifstofur.

Hér um ræðir alveg nýja rekstrareiningu er kallast Studio CHS, sem gefur viðskiptavinum um allan heim, tækifæri á að búa til einstök húsgögn sem henta þeirra þörfum og óskum. Þar sem danskar hefðir og handverk er af hæsta gæðaflokki.

„Með því að virkja viðskiptavinina í nánu samstarfi í gegnum sköpunarferlið getum við boðið upp á alveg nýja möguleika. Frá skissu til fullunnar vöru gefum við viðskiptavininum tækifæri til að búa til einstök húsgögn sniðin að eigin þörfum. Það gerir mig mjög stoltan að við víkkum nú út möguleikann á góðu handverki og klassískri hönnun sem veitir fleirum ánægju út um allan heim“, segir Knud Erik Hansen framkvæmdastjóri og arftaki Carl Hansen & Søn.

Öll húsgögnin frá Studio CHS eru framleidd í eigin verksmiðju í Víetnam. Í verksmiðjunni er öll framleiðslan sameinuð í eina samfellda aðfangakeðju með eigin viðarvinnslu, sögunarverksmiðju, viðarþurrkunarstöð, prófunarstöð og innri útskurðar-, vefnaðar- og bólstrunarverkstæði. Þetta tryggir sjálfbæra framleiðslu, gæði húsgagna og afhendingu.

mbl.is/Carl Hansen & Søn
mbl.is/Carl Hansen & Søn
mbl.is/Carl Hansen & Søn
mbl.is