Vinsælasti veitingastaðurinn á Tripadvisor ekki til

Við treystum á vefsíðuna Tripadviser þegar okkur vantar hugmyndir að góðum veitingahúsum úti í hinum stóra heimi - en þessi hér virðist ekki vera til, þrátt fyrir að tróna efstur á lista.

Á síðunni má finna yfir 4.100 matsölustaði í Montreal, og nýverið hlaut veitingastaðurinn Le Nouveau Duluth fyrsta sæti sem besti veitingastaðurinn á svæðinu. Veitingahúsið lýsir matargerð sinni sem ekta kanadískri og hefur fengið 85 toppeinkunnir frá gestum - þrátt fyrir að engin heimasíða sé til og afar undarlegar myndir fylgi með. Eins má hvergi finna upplýsingar um matseðil, starfsfólk eða staðsetningu.

Við nánari athugun kom í ljós að ekki var allt með felldu. Myndirnar sem fylgja með staðnum sýna stofu og önnur var tekin á íþróttabar, á meðan sú þriðja var af grínista frá Montreal. Tripadvisor hefur fjarlægt skráninguna, en spurning er hversu margir ferðamenn hafa eytt heilu kvöldi í að leita að staðnum sem er ekki til. 

Við getum jafnframt staðfest að veitingastaðurinn, sem er númer eitt á lista í Montreal, Bistro 1843, er svo sannarlega til.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem staður sem þessi fær umfjöllun eins og sjá má hér fyrir neðan í frétt frá árínu 2018.

Vinsælasti veitingastaðurinn í Montreal er ekki til.
Vinsælasti veitingastaðurinn í Montreal er ekki til. mbl.is/Intist Clair / Blend images / Getty images
mbl.is