Nýjasta Airfryer trixið

Loftsteikingartæki eru vinsæl út um allan heim.
Loftsteikingartæki eru vinsæl út um allan heim.

Airfryer eða loftsteikingatæki, hefur stimplað sig fast inn í eldhús landsmanna og það ekki að ástæðulausu. Tækið virðist geta afgreitt svo til allt sem okkur dreymir um, á auðveldan og þægilegan máta - til dæmis að útbúa hin fullkomnu egg.

Það eru kannski ekki allir komnir með meistaragráðu um hvað sé hægt að gera með græjunni, en nýjasta opinberunin er að hægt er að útbúa egg með lítilli fyrirhöfn. Það getur tekið mörg ár fyrir marga að ná tökum á að sjóða hið ‘fullkomna egg’ - en lífsstílssérfræðingar hjá Cath Kidston segja að græjan geti minnkað allt stress hvað þetta varðar.

Svona matreiðir þú egg í Airfryer

  • Stilltu græjuna á 150 gráður og ekki setja vatn í körfuna.
  • Fyrir linsoðin egg - átta mínútur.
  • Fyrir mjúkt egg - tíu mínútur.
  • Fyrir harðsoðið egg - tólf mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert