Air-fryer trixið sem nauðsynlegt er að kunna

Ljósmynd/Philips

Air-fryer eða loftsteikingartæki er í miklu uppáhaldi hjá okkur hér á matarvefnum eftir að við úrskurðuðum að hér væri ekki á ferðinni annað sous-vide æði.

Loftsteikjarar henta nefnilega öllum og eru fullkomnir bæði í einfalda eldamennsku sem og flóknari. Einfalt er þó alltaf best og þar hefur loftsteikingartækið vinninginn fram yfir flest önnur eldunartæki.

Eitt er þó það trix sem sérfræðingarnir luma á og það er að nota uppþvottavélina sem minnst til að þrífa tækið. Framleiðendur segja að þær séu í lagi en hins vegar hefur sápan ekki góð áhrif á yfirborðið – til lengri tíma liðið og því er gott að venja sig á að handþvo körfuna og aðra aukahluti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert