Máltíðin á fyrsta farrými reyndist vera banani

mbl.is/Colourbox

Flugvélamatur er alla jafna skilgreindur sem skárra en ekkert en þó er auðvitað munur á milli flugfélaga.

Þrátt fyrir að maður búist við litlu sem engu er samt hægt að verða fyrir vonbrigðum líkt og farþegi hjá japanska flugfélaginu Japan Airlines greindi frá í spjallþræði in á FlyerTalk.

Farþeginn, Kris Chari, sagðist hafa verið að fljúga frá Jakarta í Indónesíu til Tókíó. Hann hafi pantað vegan máltíð og þegar kom að því að bera fram máltíðina var honum réttur banani. Þess má geta að Chari ferðaðist á fyrsta farrými þar sem standardinn á alla jafna að vera hærri.

Chari segir að bananinn hafi reyndar verið mjög góður en hann hafi engu að síður verið svangur að máltíð lokinni. Japan Airlines hafa sent frá sér fremur ruglingslega tilkynningu þar sem það er staðfest að vegan máltíðin á þessum fluglegg sé vissulega banani en það sé til stöðugrar endurskoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert