Þess vegna máttu alls ekki ‘snooza’ klukkuna

Ætli þessi kona snoozi klukkuna á morgnanna?
Ætli þessi kona snoozi klukkuna á morgnanna? Mynd/Colourbox

Orðatiltækið „You snooze, you lose”, hefur kannski meiri meiningu í sér en við viljum viðurkenna - miðað við eftirfarandi fréttir.

Að ýta á snooze takkann er ekki eins góður kostur er kemur að taugunum okkar. Svefnhringur fullorðinna tekur um 75-90 mínútur, og þegar við ýtum á snooze takkann og höldum áfram að sofa, þá dettur heilinn inn í nýjan svefnhring sem síðan er rofinn eftir níu mínútur. Og þetta getur verið vandamál, því við erum syfjuð, ráðvillt og líkaminn á erfitt með að keyra sig í gang næstu 15-30 mínúturnar - og það getur tekið líkamann allt að fjórar klukkustundir að vakna almennilega því við höfum platað heilann til að halda að hann sé á leið inn í annan svefnhring. 

Þegar klukkan hringir
Einhverjir spyrja sig eflaust hvort sama gildi er við vöknum við klukkuna, en svo er ekki. Því oftar sem við snoozum, því erfiðara er fyrir líkamann að vakna. Standir þú á fætur um leið og klukkan hringir, þá bregst kroppurinn öðruvísi við og við sleppum við að vera þreyttari og jafnvel morgunsúr - en það eru eflaust margir sem hafa fundið sig þar eftir að hafa ýtt á takkann nokkrum sinnum og talið sig vera græða auka svefn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert