Einn vinsælasti staður Kaupmannahafnar með pop-up í Reykjavík

Á laugardagskvöldið verður mikið um dýrðir á veitingastaðnum BakaBaka í Bankastræti þegar að þremenningarnir á bak við hinn vinsæla veitingastað Rufion Osteria í Kaumannahöfn verða með pop-up.
Að sögn Ágústar Einþórssonar, meistarabakara og mannsins á bak við BakaBaka, eru þeir Sandro, Paolo og Alberto góðir vinir hans sem opnuðu Rufion Osteria fyrir nokkrum árum. Staðurinn er vinsæll og þykir einn af þeim skemmtilegri þar í borg.
Munu þeir félagar yfirtaka bæði eldhúsið og barinn þetta eina kvöld og verður sex rétta matseðilli í boði.
Hér er á ferðinni viðburður sem allir sannir gúrmei-naggar ættu ekki að láta framhjá sér fara.
mbl.is